mánudagur, febrúar 23, 2004

Krause- og Ruffininemar
Í verklegri líffræði í dag vorum við að gera allskonar prófanir á skynfærum okkar. Sú prófun sem kom mér mest á óvart var prófunin á hita- og kuldanemum húðarinnar. Lab-partnerinn minn dýfði fyrst nagla í ísvatn og ýtti síðan með honum á nokkra mismunandi punkta á handarbakinu mínu (við vorum búnar að afmarka fallegan tveggja fersentimetra ferning). Undrið mikla var svo að sum svæðin fundu engan hitamun, en önnur fundu alveg greinilega fyrir kuldanum. Svo dýfði hún öðrum nagla í sjóðandi heitt vatn og potaði honum í handarbakið, og viti menn.. stundum fann ég ekkert fyrir þessu, en á sjö punktum innan ferningsins fann ég alveg vehehel og greinilega fyrir hitanum. Ansi merkilegt, ekki satt?
Jahá.. það segir nú ansi mikið um þennan mánudag í lífi mínu að athugun í verklegri líffræði hafi verið svona líka spennandi.
Well, ég ætla að fara að leita að myndum fyrir líffræðifyrirlestur... ef þið lumið á fallegri mynd af forfeðrum okkar, Hómóunum.. give me a hollah!

Engin ummæli: