sunnudagur, febrúar 29, 2004

Ég er búin að vera að skoða sögubækur í allan dag (auðvitað með góðum hléum.. hvað haldiði að ég sé!?) í þeim tilgangi að sía út 5-7 atriði sem mér finnst mikilvæg á árunum 1900 - 1980. Þetta er "Verkefni III í sögu" en 6.M-ararnir gera svoleiðis í staðinn fyrir að flytja fyrirlestra. Þetta er mun erfiðara en ég bjóst við.. mig langar að hafa svona ca. 80 atriði!! Það mátti ekki velja heimsstyrjaldirnar né önnur stríð, og ekki þjóðarleiðtoga, og svo á að rökstyðja afhverju manni finnst atburðurinn mikilvægur.

Núna lítur atriðalistinn svona út hjá mér:
1903: Wright bræður fljúga.
1915: Konur fá kosningarétt til Alþingis.
1945: Hiroshima og Nagasaki.
1955: Rosa Parks neitar að standa upp fyrir hvítum manni í strætó. Mikil réttindabarátta í kjölfarið.
1969: "That´s one small step for man, one giant leap for mankind."
1980: Vigdís kjörin forseti Íslands - fyrst kvenna að gegna því embætti.

Þessi listi mun kannski breytast á næstu dögum.. eða dag, skiladagur er á þriðjudaginn.
Skólatengd mál eru mér greinilega hugleikin þessa dagana. Það er bara kúl.

Annars horfðum við pabbi á ameríska ædólið á föstudaginn.. ég er ekki frá því að hann karl faðir minn sé eitt mesta ædól FAN (aint talkin´bout a vifta) Íslands! Enda heitir hann Símon.. og er nánast alltaf sammála nafna sínum Cowell. Hópurinn síðasti var mjög góður og vorum við feðginin sammála um að henda sigurvegurum Group 2 út og leyfa fjórum að komast áfram úr þessum hóp..
Hana nú! Þarna skrifaði ég um e-ð annað en lærdóm!

Engin ummæli: