miðvikudagur, mars 03, 2004

Þett´er allt að koma...
Í gær var dansæfing í Templarahöllinni og skemmti ég mér alveg konunglega. Það var afar heitt í salnum þegar líða tók á kvöldið og mynduðust svitaperlur á enni flestra. Sporin eru samt öll að slípast til, sjáum samt til hvort ég muni þau á morgun. Ég er faktiskt frekar fegin því að vera stelpa, því það er víst auðvelt að fela óþjálfaðar fótahreyfingar undir faldi síðkjóla.
Ég var aðeins of afslöppuð á mánudaginn þegar menn voru að fylla danskortin sín. Sat á rassinum niðrí Cösu að hlusta á háskólakynningu í staðinn fyrir að æða um allt og tryggja mér dansfélaga. Afleiðingin er fjórar auðar línur í danskortinu.. hrikalegt! Býst nú samt við að dansa nóg, því ég tryggði mig fullt af dansfélögum fyrir frjálsu dansana. Vona bara að þeir verði ekki það úrvinda að þeir þurfi pásu!!
Svo sótti ég kjólinn áðan. Hann er frekar fyndinn.. og flottur, jújú.. Prinsessan fær að blómstra annað kvöld. Þessi kjóll var með þeim fyrstu sem ég rak augun í þegar ég steig inn í kjólaleiguna, og ég man að ég hugsaði "Jahæja! Hver leigir sér eiginlega svona?!" ..Sjáum nú til hvernig hann reynist í action.

Engin ummæli: