miðvikudagur, febrúar 25, 2004

Sprengidagur er sá dagur ársins sem ég borða hvað minnst í kvöldmat. Fjölskyldan mín hámar í sig af þjóðlegu saltkjöti með baunum og túkalli.. en ég bara.. æ, mér finnst það hreinlega vont! Ég kenni samt foreldrum mínum um þetta óþjóðernislega attitude, enda er það á þeirra ábyrgð að ala krakkann sinn upp að íslenskum sið, þó svo að búið sé í Danmörku.

Engin ummæli: