föstudagur, maí 21, 2004

Ég sakna svolítið að fá enga árbók í ár. Ekki það að Faunan fína sé ekki stórsniðug og skemmtileg.. en mig langar að vera væmin! Mig langar að geta skrifað skemmtilegar minningar, mússímússí-línur og einkadjók í árbók hjá fólki, og mig langar að eiga slíkt hið sama frá öðrum, safnað saman á einum stað. Ég var að skoða árbækur síðustu ára um daginn.. og ég fékk harðsperrur í munnvikin ég brosti svo mikið.
Viljiði skrifa í Faununa mína?

Engin ummæli: