sunnudagur, janúar 23, 2005

Það fer dulítið í taugarnar á mér þegar fólkið sem stendur að Idol stjörnuleit talar um að þjóðin hafi kosið svo og svo.. og að þjóðin væri heimsk ef hún gæfi þessum og þessum ekki atkvæði sitt. Kannski liði mér betur ef í staðinn væri sagt áskrifendur. Bæði er vitað að bara ákveðinn hluti íslensku þjóðarinnar greiðir áskriftargjald Stöðvar 2, og svo er líka mikilmennskubrjálæði að halda að þjóðin öll hafi áhuga á þessari söngkeppni.

Engin ummæli: