mánudagur, febrúar 14, 2005

Fyrir nokkrum dögum fékk ég fyrstu skilaboðin í röð margra. Skilaboðin bárust af heimasíðu Símans, frá óþekktum sendanda. Þau eru öll keimlík:

Hahahaha, nú eru trír dagar í Valentínusardaginn. Hahaha og tú ert einhleyp!
Bíddu, verduru ein á Valentínusardaginn? Hahahahahaha.

Verdur rómantík í loftinu hjá tér á morgun? NNNEEEEEEIII!! hahahaha.
Töff. Ég vona að húmoristinn sendi mér Valentínusarkveðju í dag undir nafni.

Uppfært samdægurs klukkan 18:29 - Rétt í þessu var mér að berast önnur skilaboð af heimasíðu Símans: "Eg fann hjartad titt! XxX"
Þessi skilaboð reyndust hinsvegar vera frá móður minni sem hafði fundið hjartalaga lyklakippuna mína, hverja ég hafði keypt af blindum sölumanni á Mallorca fyrir þremur árum og týnt fyrir nokkrum dögum. Hjúkket, hefði þetta verið húmoristinn hefði mér hætt að lítast á blikuna.

Engin ummæli: