fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Ég fer ekki ofan af því að salernisaðstaðan á Þjóðarbókhlöðunni sé fyrirtaks efni í smásögu.
Áðan stóð ég í mestu makindum við vaskinn á stelpuklósetti fjórðu hæðar, bakarís- og kirkjugarðsmegin. Vatnið lét ég renna í stríðum straumi, enda læt ég helst ekki hálfkalt vatn á flösku. Allt í einu heyrðist mjúkt brrrzzzzz hljóð og mér varð starsýnt á loftpanelinn. Þetta var ekki viftuhljóð. Þetta var ekkert líkt suði flugu. Þetta hljómaði alveg nákvæmlega eins og verið væri að snúa leynimyndavél til að fá betra sjónarhorn! Héðan í frá mun ég ætíð klæðast flottum nærbuxum þegar ég fer á Hlöðuna.

C - Ég sé illa.

Engin ummæli: