fimmtudagur, febrúar 24, 2005

Fræ útþráarinnar tóku að spíra í maga mínum í stúdentsprófunum miðjum. Vöxtur þeirra var afar hægur í fyrstu, en nú er ég allt í einu farin að finna fyrir alverlegum meltingartruflunum.
Ég veit samt ekki hvenær eða hvert mig langar að fara. Möguleikarnir eru endalausir! Hvort ætti ég að taka eina önn sem skiptinemi eða doka við og fara út í framhaldsnám? Ætti ég kannski að láta drauminn rætast - láta Ævintýra Ásdísi ráða för og fara í villt tryllt bakpokaferðalag um fjarlægar slóðir? Mig langar að gerast höfrungaþjálfari í Kyrrahafinu, rækta vínber í Chile og læra á brimbretti við strendur Ástralíu. Mig langar líka að sjá sólina setjast yfir sléttum Mongólíu, syngja á karaoke-bar í Tókíó, drekka vodka í Rússlandi og hlusta á regndropana falla í Amazon frumskóginum.
Ég ætla. Ég verð.

B - Bjór verður mun oftar fyrir valinu þegar ég fæ mér í glas heldur en rauð- eða hvítvín. Faktískt hef ég ekki drukkið rauðvín síðan ég fór á vínsmökkunarnámskeið í nóvember síðastliðinn. Það eldist vonandi af mér. Um helgina drakk ég síðan bjór með röri. Mjög fyndið en ekki sniðugt. Besti bjórinn er afdráttarlaust tékkneskur Budvar í gleri.

Engin ummæli: