mánudagur, febrúar 07, 2005

Margrét Erla Maack bjargaði geðheilsu minni áðan, og kann ég henni miklar þakkir fyrir.
Þannig er í pottinn búið að fyrrverandi sessunautur minn hér á Þjóðarbókhlöðunni var afar kvefaður. Í staðinn fyrir að snýta sér, saug hann upp í nefið á tveggja sekúndna fresti (ég ýki ekki) og fór ekki leynt með það. Ég var alveg hætt að geta einbeitt mér að bókunum og var farin að bíta í vörina til að fara ekki að flissa. Í bræði minni sendi ég Möggu skilaboð gegnum msn þar sem ég lýsti ástandinu. Húsráðið barst fljótt: Sjúgðu bara í nefið í hvert sinn sem hann gerir það.
And so I did.
Fyrst tók hann ekki eftir neinu.. enda var ég líka alveg að springa úr hlátursólgum í maganum í hvert sinn sem ég saug uppí, svo þetta hljómaði ekkert eins og horuppsog. Eftir smá stund fór hann þó að gjóta til mín augunum. Þá var ég orðin ansi lagin við að ná réttri tímasetningu og þetta voru því ansi öflug mótmæli hjá mér. Að lokum fór hann að flissa (hlátur er jú voða illa séður á þjóbó) og hvíslaði "sorrí, ég skal snýta mér!" og fór fram á klósett.
Magga töffari.

Engin ummæli: