mánudagur, apríl 18, 2005

Ég fór niður að heilsa upp á ömmu áðan, og þegar ég gekk inn í íbúðina heyrði ég þuluna segja að LOST væri næst á dagskrá.
"Hæ amma mín, hvað segirðu?"
"Halló vinan, ertu ennþá svona hás? Komdu og sestu, LOST er að byrja!"
Svo ég settist og horfði á þriðja LOST þáttinn með ömmu minni, og boj hvað ég er húkt!
Amma útskýrði allt fyrir mér, flugslysið, aðstæðurnar, að þessi væri læknir og að þessi hefði eitthvað óhreint í pokahorninu, þessi væri að deyja og þessi væri eitthvað furðulegur og...
Amma mín verður 91 á árinu og hún gat sagt mér eitthvað um hverja einustu persónu í þættinum. Hún er alveg merkilega skýr, leysir krossgátur hægri vinstri og semur vísur eins og að drekka vatn.
Svo var Ómar að lofa mér að brenna fyrstu tvo LOST þættina á disk fyrir mig.. Gleði gleði.

Engin ummæli: