mánudagur, apríl 18, 2005

Ég gerði merka uppgötvun í morgun.

Ég á bara eitt par af spariskóm! Eitt par!
Ég hlýt að vera eina stelpan á Íslandi sem getur sagt þetta. Eitt par af spariskóm? Þeir eru svartir, afar forframaðir, támjóir með 6 cm pinnahælum. Ég keypti þá í GS skóm, rétt fyrir áramótin 2001-2002 og afgreiðslustelpan lofaði mér að þeir færu ekki á janúarútsöluna. Sjö dögum síðar átti ég aftur leið í Kringluna - og hvað sá ég?! Sömu glæsilegu skórnir og ég hafði fjárfest í, nú helmingi ódýrari. Hvernig ég fór að því að sannfæra sjálfa mig um ágæti pinnahæla verður hinsvegar lengi hulin ráðgáta, en drápshælarnir fallegu bera alfarið ábyrgð á því að skórnir hafa verið mjög illa nýttir gegnum tíðina.
Það er víst hollt og gott að setja sér markmið. Í sumar ætla ég að kaupa mér spariskó. Ekki svarta, ekki með pinnahælum.

Engin ummæli: