fimmtudagur, júní 02, 2005

[Því miður var ég úti á sjó þegar þessi saga átti sér stað og get því ekki sagt frá í fyrstu persónu. Því m-i-ð-u-r!]

Eva samstarfskona mín sat í litla miðasöluskúrnum á hafnarbakkanum þegar sex silfurgráir Benzar renndu löturhægt í hlað. Sex eins klæddir einkabílstjórar stukku út og opnuðu fyrir farþegum sínum. Sex Indverjar úr fylgdarliði Indlandsforseta stigu út og gengu í átt að miðasöluskúrnum. Allir keyptu þeir miða. Það var ekki sérlega kalt í veðri.

(Skáletraði textinn lesist með hnausþykkum indverskum hreim)
Indverji: Idd is very kold in Æsland!
Eva: Yes, a bit. (Brosir).
Indverji: (Horfir löngunaraugum inn í miðasöluskúrinn á litla rafmagnshitarann og hallar efri hluta líkamans innfyrir) Kann æ komm inn?
Eva: (Hissa) Uh, haha, yeah sure! (Heldur að hann sé að grínast).
Indverji: (Gengur hinumegin við skúrinn, opnar hurðina og stígur innfyrir) Idd is very kold!
Evu til mikillar undrunar elta hinir Indverjarnir þann fyrsta inn í skúrinn.
Indverjar: Idd is very kold hír! (Þeir vefja allir jökkum sínum þéttar að líkamanum).

Inni í oggulitla miðasöluskúrnum eru nú sjö manns. Eva situr klesst upp við afgreiðslugluggann, með hláturinn bubblandi í maganum. Fyrir aftan hana standa sex virðulegir Indverjar, dökkklæddir með mikil yfirvaraskegg.

[Hahahahaha, ég get ekki hætt að hlæja að þessu, ég sé þetta svo fyrir mér! Þetta er sko pinkuponku lítill skúr. Mér finnst troðið inni í honum þau fáu skipti sem við erum þrjú þar inni! Sjæse.]

Eva sagði mér síðan að það hefði verið svo troðið hjá þeim að Indverjarnir hefðu þurft að standa svo þétt upp að henni að yfirvaraskeggin hefðu kitlað hnakka hennar. Þegar útlend kona kom að skúrnum til að kaupa miða og sá Indverjana sex í troðningi fyrir aftan Evu, missti hún andlitið. Þá sagði Eva: "Idd is very kold! Kare tú djoin öss?"

Engin ummæli: