þriðjudagur, september 19, 2006

Svo ég vitni nú í vin minn Bowie: Ch-ch-ch-ch-Changes!

Þær eru nú ekki stórvægilegar kannski, breytingarnar, en einhverjar þó. Á gamla blogginu voru engar upplýsingar um mig, það var rétt svo að nafn mitt kæmi fram í enda hverrar færslu, en nú má sjá netfang mitt, msn og staðsetningu hér til hliðar. Nú er ekki lengur eins og ég sé að reyna að leyna mínu ídentíteti og lesendur geta haft samband ef þeim liggur eitthvað mikið á hjarta. Svo er komin mynd. Jess! Þessi var tekin í Reynisfjöru um þarsíðustu helgi.

Annað sem hefur breyst er kommentakerfið. Ég græt það pínu að glata öllum gömlu kommentunum, en mér tekst einhverra hluta vegna ekki að setja haloscan-forritið rétt inn í blogger html-ið. Meðan öngvir html-snillingar gefa sig fram þá verður þetta bara að duga. Ég er nefnilega að nota Blogger beta núna, og template html-ið er allt öðruvísi en áður, virðist ekki gera ráð fyrir viðbótum eins og haloscan eða tracking gaurinn sem ég var með. [Úff, hvað ég er að skrifa fallega íslensku]. Jájá, þett'er allt í vinnslu beíbí.

4 ummæli:

Þórunn Helga sagði...

Ef þú vilt sjá fallega íslensku - skoðaðu gestabókina þína þegar ég kom heim frá NY.
Purrfect.

Nafnlaus sagði...

Ég kann ekkert á netsíður.. en þetta er mjög flott mynd :)

Þórunn Helga sagði...

Hot á óliver. Bókstaflega.

Ásdís Eir sagði...

Og sveitt á Óliver. Bókstaflega.
Takk fyrir síðast skvís!