þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Í morgun setti ég Uppdraget - boken som förändrer ditt liv, sniðugu bókina sem Hulda gaf mér, í skólatöskuna. Planið var að taka eins og einni áskorun í dag. Áðan opnaði ég hana á handahófskenndri blaðsíðu og við mér blasti áskorun númer 64: Farðu í náttföt og klæddu þig í gúmmístígvél. Farðu og keyptu gúrku og vaselín í næstu verslun.

Glææætan.

Ég ætla að hverfa frá handahófsaðferðinni og velja mér bara áskoranir sem henta ríkjandi stemningu. Númer 64 gæti átt við einn góðan veðurdag, hver veit.

Núna ætla ég að gera númer 145: Reyndu að láta nálægan hlut svífa í loft upp. Einbeittu þér stíft í 15 mínútur.

1-2-og GO!

Uppfært kl. 18:16
Ég starði stíft á eyrnartappaboxið í kortér. Það sveif ekki. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég missti einbeitinguna í smá stund þegar tæpar átta mínútur voru liðnar. Þá fór sessunautur minn hér á Þjóbbz að stara mig eins og ég væri vangefin. Kannski hefði boxið svifið hefði ég verið í einrúmi.

Engin ummæli: