fimmtudagur, apríl 26, 2007

Er eitthvað verra en eftirfarandi aðstæður?

Þú þarf að pissa, ert eiginlega alveg í spreng. Þú stendur upp frá lesborðinu á Þjóbó og gengur að klósettunum. Kvennaklósettið er upptekið og það hljómar eins og það gæti verið það í allnokkurn tíma. Næs. Karlaklósettið er laust - þú svindlar og smeygir þér þangað inn, enda ertu alveg í spreng og ákveður að ein lítil mynd á hurð eigi ekki þurfa að valda því að þú pissir í þig. Á karlaklósettinu er megn fýla. Alveg mega megn. Þú þarft virkilega að pissa og ákveður að anda ekki með nefinu heldur bíta á jaxlinn. Þegar þú kemur út af klósettinu stendur sætur strákur og bíður eftir að komast á klósettið. Þig langar að öskra "ÉG BER EKKI ÁBYRGÐ Á ÞESSARI LYKT!" en lætur það vera. Þú gengur skömmustuleg að borðinu og vonar innilega að strákurinn hafi verið kvefaður.

Engin ummæli: