Ég var að lesa eitthvað af þeim tölvupósti sem streymt hefur í pósthólf Eldsúlunnar frá því að hvalveiðar í atvinnuskyni voru leyfðar. Mest eru þetta fyrirfram skrifuð bréf þar sem fólk kvittar undir yfirlýsingar á borð við "Ég og fjölskylda mín ætluðum að koma til Íslands í frí, en nú erum við hætt við út af því að þið eruð farin að drepa hvali." Annað er aðeins... öfgafyllra.
-----Email Message-----Einnig:
Subject: Watching or catching?
I wondered about your whale-watching trips - would that be free whales or
whales being slaughtered under Iceland's decision to resume commercial
whaling? Either way, I'll not be visiting Iceland in the foreseeable future
for that reason alone.
-----Email Message-----Og svo uppáhaldið mitt:
Subject: Whale Murder
I would like to enquire about the opportunity of coming to Iceland to murder a whale?
I am sure that with your governments recent decision your whale watching business will start to decline - when will you convert your expertise and boats into whale killing. Now that its legal in your country what is to stop you?
-----Email Message-----
Subject: (none)
Dont you consider it grotesque that you profit from peoples desire to view
whales, while you hunt and tortures those same whales?
your names and addresses are circulating, to ensure that no further paying
customers use your services.
I hope you go bankrupt soon.
Ég ákvað að birta ekki nöfn höfundanna til að koma í veg fyrir að þeir fyndu þessa síðu gegnum Google. Það er örugglega ekki gaman að lenda í stappi við þetta fólk, sérstaklega ekki við manninn sem skrifar síðasta meílið - hann virðist harður í horn að taka. Alveg bðjálaður.
Ég skil samt ekki þennan hugsunargang. Ef þú ert það mikill andstæðingur hvalveiða að þú hefur fyrir því að skrifa og senda tölvupóst máli þínu til stuðnings, af hverju sendirðu hann þá á hvalaskoðunarfyrirtæki í staðinn fyrir á Sjávarútvegsráðuneytið? Mér finnst svo órökrétt að óska þess að hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi fari á hausinn. Yrði það ekki bara vatn á myllu hvalveiðisinna ef hvalaskoðunarfyrirtæki væru ekki arðbær? Vitlausa fólk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli