Gærkvöldið var ofsalega hýrt.
Fór og sá Hilmi leika homma í leikritinu Heteróhetjur: Með fullri virðingu fyrir Ashley Cole. Það var einstaklega skemmtilegt stykki og ég mæli eindregið með því að fólk tryggi sér miða (miðapantanir: 824-2653). Svo lá leiðin á Ölstofuna í einn bjór og síðan á hýra stelpuballið á Q-bar. Þar var Eva María, uppáhalds-vinnufélagi, að þeyta skífum og við Anna dönsuðum eins og vindurinn. Eða eitthvað. Til að slútta hýra kvöldinu á viðeigandi hátt sannfærði ég Önnu um að eyða nóttinni heima hjá mér. Ég þurfti ekki einu sinni að kaupa handa henni drykk. Anna auðvelda!
Hýr kvöld eru góð kvöld.
laugardagur, ágúst 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli