fimmtudagur, ágúst 09, 2007

Öppdeit:

  • Ný uppáhalds-síða: belgingur.is
    Stjórnendur síðunnar kalla sig yfirbelgi og það, ásamt vindaspánni, gleður mig á hverjum degi.
  • Sumarið er búið að vera stórgott, alveg hreint, en ég lít svo á að því sé lokið. Lllllokið, bwah! Núna er það bara próflestur (sumarpróf 15. og 20 ágúst, jájá Hemmi minn) og harkan sex.
  • Nei, heyrðu, sem ég vélrita rennur upp fyrir mér ljós. Sumarið er ekki búið, það er á hóld. Í lok ágúst fer ég nefnilega til Tyrklands. Í heila viku. Á fimm stjörnu hótel. Einkaströnd og unaður. Ég hef því enga innistæðu fyrir sjálfsvorkun.
  • Ég setti nokkrar fínar hvalaskoðunarmyndir á netið áðan. Og skrifaði síðan voða áhugaverðó útskýringar við... því ég hef jú ekkert betra við tímann að gera. Áhugasamir geta skoðað herlegheitin hér.
  • Sigrún, skemmtilega og sæta frænka mín, játaði fyrir mér á ættarmótinu í sumar að sér þætti bloggið mitt áhugaverðast þegar ég talaði um kaktusinn minn. Hún fær því smá glaðning:

Engin ummæli: