mánudagur, desember 10, 2007

2007 maður, rosalegt.

Sem ég slæ á lyklaborðið birtast orðin sem ég skrifa á skjámynd forritsins OneNote. Svo sverti ég textann og hægrismelli, vel möguleikann Blog this - og vúptí: orðin þeysast úr OneNote yfir í Word. Nú er ekkert eftir nema að ýta á Publish takkann, sem er beint fyrir neðan hinn furðulega Office button sem ég var lengi að meðtaka, og daddarra: allt hafurtaskið birtist sem færsla á Hljóðs bið ég allar kindir. Já! 2007 maður, rosalegt.

Uppfært: Þetta er skrifað í Blogger. Svo virðist sem línubilin verði óeðlilega stór þegar póstað er gegnum OneNote/Word. Ég fór því inn í Blogger og lagaði þetta. Útlitið verður að vera í lagi. Lotning mín fyrir tækninni hefur minnkað pínu.

Engin ummæli: