Mamma gaf mér kassa af Mellalia klementínum (ekki mandarínum) frá Marokkó. Ég er ekki viss, en ég held að hann hafi verið keyptur í Fjarðarkaupum. Klementínurnar voru 40 talsins og eru þær minni en Robin mandarínurnar og með þynnra hýði. Þær bragðast mjög vel og eru steinlausar. Þar að auki eykur það ánægju mína umtalsvert að sumar þeirra skuli enn vera með laufblað á sér.
Ég hef ekkert annað að blogga um en sítrus-ávexti.
þriðjudagur, desember 11, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli