Ferðalög kosta sitt og ferðasjóðurinn minn mætti vera digrari. Alveg mun digrari. Ég rembist við að vinna og rembist við að spara en þetta gengur frekar hægt eitthvað. Meðan ég rembist hugsa ég um fólkið sem mætir til Frímanns í þáttinn "Ertu skarpari en skólakrakki?" á Skjá Einum.
Ef ég væri ekki svona spéhrædd og ófús að gera mig að fífli í sjónvarpi þá myndi ég hiklaust fara í þennan þátt. Miðað við getu mína heima í stofu myndi ég að minnsta kosti komast upp í 200 þúsund kallinn og það yrði sannarlega mikil búbót. 200 þúsund kall eru svona 2000 veglegar asískar máltíðir eða gisting í 50 mánuði í kósý kofa á tælenskri strönd. Fyrir 200 þúsund gæti ég keypt mér rúmlega 13 japanska lestarpassa!
Málið er bara að maður er alltaf klárari heima í stofu en í stúdíóinu. Ég myndi því líklega flaska á fyrstu spurningunni eða eitthvað (spurningunni sem allir heima í stofu gátu svarað) og yrði að lýsa því yfir með skömmustusvip að ég er ekki skarpari en skólakrakki. Ég myndi örugglega aldrei aftur fara út á meðal fólks.
Frekar held ég áfram að rembast.
laugardagur, desember 15, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli