miðvikudagur, desember 19, 2007

Ég var að horfa á endursýningu Glæpsins og í þætti kvöldsins var til umræðu bankareikningur sem Nanna Birk Larsen hafði stofnað í nafni bræðra sinna. Innistæðan var 11 þúsund danskar krónur sem verður að teljast dágóð summa, en í hvert sinn sem bankareikninginn bar á góma var upphæðin þýdd sem "11 þúsund krónur" í textanum neðst á skjánum. Fyrir vikið brenglaðist allt og viðbrögð móðurinnar virtust stórlega ýkt. Hversu mikið er hægt að velta sér upp úr því að dóttir manns eigi 11 þúsund kall inni á bankabók sem enginn vissi um?

Innistæða upp á hundraðogþrjátíu þúsund (tæplega) er aftur á móti allt annar handleggur. Mér finnst að þýðandinn hefði átt að líta aðeins upp frá textavélinni og rifja upp gengi krónunnar.

Engin ummæli: