Það þyrmdi yfir mig í morgun - ég er að fara í ferðalag!
Nú eru ekki nema 18 dagar í brottför og það er svona smátt og smátt að renna upp fyrir mér að þetta er í raun og veru að fara að gerast. Þriggja mánaða ferðalag um ókunna heimsálfu, almáttugur minn. Við fljúgum til London snemma að morgni 1. mars og höldum áfram til Tokyo 2. mars (og lendum ekki fyrr en þriðja!).
Mér finnst ég eiga eftir að gera svo ótrúlega margt áður en ég get yfirgefið landið. Verkefni í skólanum eru þar efst á blaði. Ég er byrjuð að vinna í BA ritgerðinni minni og sit sveitt við að undirbúa umsóknir til allskonar siðanefnda. Svo er ég að taka einn kúrs á þessari önn og þarf að skila þremur skýrslum daginn fyrir brottför. Þeim skal að sjálfsögðu skilað munnlega...
Ég verð að öllum líkindum glöð og fegin í öðru veldi þegar við keyrum Reykjanesbrautina um mánaðamótin.
mánudagur, febrúar 11, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli