laugardagur, janúar 31, 2004

Undraverð bylting átti sér stað í Brekkuselinu í gær. Við fengum þráðlaust net og ADSL tengingu.. og nú tekur það ekki 10 minútur, heldur innan við tvær sek. að tengjast internetinu ..svakalegt.. Við Óttar ákváðum að nýta okkur tæknina, og nú situr hann niðri við heimilistölvuna, en ég er uppí stofu með fartölvu móður okkar.. og við erum að ræða saman á msn.. jú jú, afskaplega kjánalegt.. en samt einhvern veginn það eina rétta í stöðunni, ekki satt?
Fyrst nútíminn er farinn að ryðjast inn á heimilið fannst mér ekki annað hægt en að fara að blogga.. nú er nýjabrumið farið af þessari skemmtilegu viðbót við alnetið, og því ekki seinna vænna að fara að tileinka sér þetta.. Hún Bjarney rétti mér hjálparhönd og á skilið fullt af þakkarprikum fyrir... "þakkarprik, þakkarprik, þakkarprik..."
Jæja, þetta er orðið stórgott
Over and out

Engin ummæli: