föstudagur, febrúar 13, 2004

En herlig aften...
Byrjuðum daginn á því að fjölmenna hjá Önnu og snæða dýrindis morgunmat. Allir lögðu e-ð í búið, og var hlutverk mitt að koma með rúnstykki. Þegar ég fór til bakarans til að kaupa þau sagði afgreiðslustelpan: "Bíddu?? Ætlarðu að borða svona mikið?!!" Ég sagði bara "já, auðvitað" ..hehe, frekar skrýtið móment. Eftir "morgunmatinn" (Við mættum rétt fyrir hádegi) lá leiðin í klippingu, en það er orðin hefð hjá mér á árshátíðardögum.. voða gaman! Ég labbaði út af stofunni með djammhár dauðans, hot curly wurly mama. Við bekkjarsystkinin hittumst síðan í sveitinni hjá Ómari og borðuðum dýrindis kvöldmáltið. Sumir fengu lamb, aðrir kjúkling. Í desert var svonefndur Súkkulaðidraumur, sem stóð fyllilega undir væntingum. Svo tók djammið við og var mál manna að þetta hefði verið með betri partýum lengi.. mikið dansað, mikið fjör. Berglind var ein af mörgum sem festu þennan gleðilega atburð á filmu. Í djammsalnum í Ármúla var feikifjör að venju.. held svei mér þá að Páll Óskar sé uppáhalds skífuþeytirinn minn.
Í dag fór ég í sund með stelpunum (verulega hressandi) og er núna á leið í afmæli HulduPuldu.
The fun continues...

Engin ummæli: