miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Niðurtalning hafin
Styttist senn í árshátíð Framtíðarinnar ..jibbí kóla!
Í síðasta tímanum í dag, sálfræði, var ég alveg komin í árshátíðargírinn, og fór í leik með Ingu Rós og Ómari í staðinn fyrir að fylgjast með.. pff! Ég veit ekki alveg hvað hann er kallaður, en maður á að velja sér nokkrar kategóríur í sameiningu, eins og t.d. "lönd", "borgir", "kvikmyndir", "matur", "dýr" und so weiter.. síðan á einhver að öskra (eða hvísla, ef svo vill til að e-r er að reyna að kenna sálfræði í sama herbergi) bókstaf og þá eiga allir að keppast við að finna orð sem passa í flokkana og byrja á þessum tiltekna staf.. Búlgaría, Barcelona, Bring it On, Baunastappa, Bavíani... hrikalega skemmtilegt, og má án efa útfæra á fjölda vegu.

Engin ummæli: