fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Nei nei nei!!
Ég sló inn "asdiseir" í leitarstreng Google áðan.. og haldiði ekki að ég eigi nöfnu í Vetmannaeyjum! Andsk*****!! Ásdís Eir Þorsteinsdóttir.. Ooh, ég hef alltaf haldið að ég væri eina Ásdisin sem héti líka Eir.. Þar fór my sense of uniqueness!
Ég hef tvisvar komið til Vestmannaeyja.. bæði skiptin til þess að keppa í sundi. Ég þori að veðja að foreldrar Ásdísar litlu hafi séð mig synda flugsund af þvílíkum þokka að þau hafi ákveðið að nefna litlu nýfæddu prinsessuna sína eftir mér.. hjúkk að hún er ekki Símonardóttir.
Annars er þetta búið að vera fremur leiðinlegur dagur. Vaknaði með bullandi hita og fór ekki í skólann. Í staðinn svaf ég, reyndi að læra e-ð.. gafst upp og horfði á Aliciu Silverstone í þættinum Miss Match á Stöð 2. Mér finnst röddin hennar svo skemmtileg..
Gott í bili.

Engin ummæli: