miðvikudagur, febrúar 04, 2004

Warning: Breast on display!

Alveg er magnað hvernig eitt brjóst getur hrist upp í Bandaríkjamönnum! Ég veit ekki betur en að þetta sé þjóðin sem framleiðir manna mest af sora- og ofbeldismyndum, og finnst allt í fínu lagi að láta börnin sín horfa á svoleiðis.
En hjúkket að það sást ekki í sjálfa geirvörtuna, maður! Þá hefði fólk nú varla beðið þess bætur..
Reyndar gæti skrautið, sem hún Janet var með á geirvörtunni sinni, bent til þess að hún ætti þessa berun í vændum... afhverju hefði hún annars verið með þetta? -ekki leit þetta dinglumdangl út fyrir að vera sérlega þægilegt!
Þetta er með sanni hrikaleg mystería sem seint verður ráðin.
Ójá

Engin ummæli: