miðvikudagur, mars 31, 2004

Þar sem þegar er búið að skrifa skemmtilega um stúdentspróf dagsins á öðrum bloggsíðum, ætla ég að sleppa því. Í staðinn verðu hér birt fjögurra atriða listi - gagnslaus fróðleikur um afrek mín.

Þegar ég var lögð á bringu mömmu, nokkrum mínútum eftir fæðingu, kúkaði ég á hana. Frekar mikið víst.
Ég hef safnað dönskum Prins Valiant teiknimyndabókum frá því ég var 6 ára. Í dag á ég næstum fullkomið safn og er mjög stolt.
Þegar ég var 9 ára voru tvö ljóða minna gefin út á Norðurlöndunum. Ljóðin heita "Rigning" og "Stríð" og eru mjög djúp.
Þegar ég var 10 ára átti ég skúlptúr á sýningunni "Lego VanDracus" á danska ríkislistasafninu í Kaupmannahöfn. Á opnunardag sýningarinnar birtist viðtal við mig í kvöldfréttum TV2. Ég var hetja bekkjarins næstu þrjá daga.

Ég vona að ég verði jafn svöl á næstu árum...

Engin ummæli: