laugardagur, mars 20, 2004

"Hver stal stungusöginni minni?"
Nostalgía nostalgía... Við Bjarney nýttum svo sannarlega stundartöflugatið vel fimmtudaginn síðasta. Á meðan bekkjarsystkin okkar sátu í erfðafræðitíma ákváðum við að detta aftur til ársins 1990 og. . . gefa öndunum (ekki heilögum anda eða neitt svoleiðis, góð tilraun samt ;)) Stefnan var tekin á 10-11, þar sem fjárfest var í dýrindis fjölkornabrauði. Þegar við komum niður að tjörn tók á móti okkur þúúúsundir fugla, sjónarspilið var ótrúlegt! Mannlífið (andalífið) er fjölbreytt, þarna er meðal annars önd/gæs (aha 50/50 gott fólk!) og blind gæs. Við Bjarney erum ekki illa innrættar.. far from it! En Mr.Big og Mrs.Cant-see-a-god-damned-thing vöktu mikla kátínu.. en þau græddu líka nokkra auka brauðmola útá fötlun sína. Fuglarnir á Tjörninni eru greinilega sætum stelpum vanir, því á tímabili þurftum við að sitja með fæturnar uppi á bekknum til að verja okkur gegn ágengum öndum. Það sem kom okkur samt mest á óvart, í þessum leiðangri okkar, var hversu skemmtilega stóra fætur álftir hafa. Svona grínlaust, sundfitin eru ótrúlega stór. . . tíu álftir gætu hæglega þakið uhhh Mývatn með sundfitunum einum saman. . RISASTÓR. . flap flap flap (já gott fólk, þetta er hljóðið sem heyrist þegar þær labba) og þær voru komnar ALLT OF nálægt okkur! Gátum samt safnað nægilegum kjarki til að rétta brauðið beint í staðinn fyrir að kasta því.. hetjur! Að lokum kláruðu endurnar brauðið okkar og tími var kominn til að snúa aftur til ársins 2004. Það er samt spurning hvort að fjölkornin úr fjölkornabrauðinu hafi e-ð örvað meltingu. . ef einhver verður var við of mikið magn af anda/gæsaskít á tjarnarsvæðinu á næstunni þá var það EKKI OKKUR AÐ KENNA!

P.S. Ef einhverjum fannst gæsalappahúmorinn (" og svo ") í fyrirsögninni ekki fyndinn þá er ég virkilega svekkt. . .ég lagði mig alla fram við þetta!!

Engin ummæli: