miðvikudagur, mars 24, 2004

Úje beíbí...
Í dag voru merk tímamót í lífi mínu. Tjarnarhringurinn hlaupinn í síðasta skiptið! Þegar ég á gamals aldri hugsa um Menntaskólaárin og Tjarnarhlaupið mun ég finna blóðbragðið í munninum, magakrampann og svitadropana í augunum. Aldrei aftur skal ég hlaupa þennan hring ótilneydd.
Annars var ég að velta því fyrir mér... er fólk almennt með opnunarkveðju/welcome note í símanum sínum? Ég er með "I can, therefore I am" - Skemmtilega hvetjandi klisja. Einu sinni var ég með "Ekki kveikja! Frekar sleikja!" - haha, þetta var sko fyndið at the time!

Engin ummæli: