sunnudagur, apríl 11, 2004

Ég ætla að leggja mitt af mörkum við að bæta í prófabloggsflóruna.. enda eru prófablogg afar skemmtileg. Það verður nefnilega að teljast í góðu lagi að blogga um ekki neitt á þessum síðustu og verstu tímum. So here goes:

Kæra bloggsíða! Vá hvað páskamáltíðin var vel heppnuð í ár! Fjórréttað og franskt. Þú trúir því væntanlega ekki hvað ég er södd, kæra bloggsíða. Í forrétt var andalifrarkæfa Foie Gras með balsamic viniagrette. Í millirétt var borinn fram risahörpufiskur á grænmetisstrimlum með humarssósu. Í aðalrétt voru andabringur með appelsínu- og rauðvínssósu með portvínssoðnum smáperum og smjörsteiktu grænmeti. Eftirrétturinn er enn eftir, en lítill fugl (ekki öndin, hún er dáin) hvíslaði því að mér að það væri sérlagaður vanilluís með skógarberjasósu. Kjams kjams, takk amma og mamma.

Oh, kæra bloggsíða, Svolítið fyndið gerðist í dag á Íþöku. Garnirnar í mér gauluðu svo mikið og svo lengi að fólk sem sat hinum megin í salnum var farið að líta upp úr bókum sínum og horfa stórum augum í átt að mér. Sessunautur minn sagði líka að það væri eins og hvolpur væri í maganum á mér að reyna að komast út. Já, þá var hlegið dátt.

Bless og takk - ekkert snakk!

Engin ummæli: