þriðjudagur, maí 04, 2004

Er ég sat í strætisvagninum áðan, á leiðinni heim af Íþöku, fór ég að hugsa um fordóma. Býr maður ekki yfir miklu fleiri fordómum en maður heldur? Ég reyndi að beita útilokunaraðferðinni, fór í gegnum klassísku fordómana í huganum og pældi í því hvort ég byggi yfir þeim eða ekki. Þetta reyndist mun erfiðara en ég hélt því ég byrjaði alltaf að ofgreina hlutina. Komst að þeirri niðurstöðu í lokin að þetta væri efni sem ætti að ræða í hóp, en ekki eitthvað sem ætti að pæla í ein í strætó.
Ég komst þó að því að ég er með feita fordóma gagnvart stelpum sem taka þátt í fegurðarsamkeppnum. Læt þær allar undir sama hatt og geri ráð fyrir að þær séu tómar í hausnum og húmorslausar.

Engin ummæli: