föstudagur, maí 07, 2004

Hughreysting?
„Einkunn er bara tala á blaði sem segir hvernig þér gekk á einu prófi. Einkunn er ekki tala sem dæmir karakter þinn eða persónuleika.“
Hah, daddarra.. það er að verða greinilegra með hverjum deginum sem líður, hversu stór "sálræni hlutinn" er af stúdentsprófadæminu. Bæði í morgun fyrir líffræðiprófið og fyrir söguprófið um daginn, var ég með gríðarstóran stressklump í maganum. Stressklumpur sá reyndi allt sem hann gat að láta mig gubba og þrengdi mjög að litla hjartanu. Þetta er hrikalegt. Ég hef aldrei fundið fyrir prófkvíða áður, en núna er hann bara á góðri leið með að draga niður hið vegna meðaltal stúdentsprófa sem mun fylgja mér alla ævi... neih, tók kannski örlítið of djúpt í árina núna. En samt!?
Besta ráðið sem ég hef heyrt gegn prófkvíða hlýtur samt að vera: „Sko, besta ráðið er bara að læra bara jafnt og þétt allan veturinn, krakkar!“ -hahaha, takk vinan..

Fróðleikur dagsins: Að taka upp hanskann fyrir einhvern.
Þetta orðtak er komið úr riddarabókmenntum sem Íslendingar byrjuðu að þýða og semja á 13. öld. Riddarar höfðu þann sið að kasta hanska sínum að fótum þess sem þeir skoruðu á til bardaga. Tæki viðkomandi upp hanskann var það merki þess að áskoruninni væri tekið, að viðkomandi ætlaði að verja sjálfan sig og orðstír sinn. Ef leikurinn var ójafn gat annar riddari tekið upp hanskann fyrir þann sem skorað var á og barist fyrir hans hönd.

Engin ummæli: