þriðjudagur, júní 08, 2004

Ég man það eins og það hafi gerst í gær. Ég hjólaði gegnum Fælledparken með móður minni, með 150 danskar krónur í rauða veskinu mínu. Ferðinni var heitið í Merlin að kaupa fyrsta geisladiskinn. Ég fjárfesti í "Turn Up the Bass 10" og gat varla hætt að brosa restina af deginum. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Ég er hætt að plana með margra vikna fyrirvara hvaða tónlist ég ætla að kaupa næst, er farin að gera þetta meira sponteíníöss. Hef bara einu sinni orðið jafn spennt yfir geisladislakaupum og ég var yfir þeim fyrstu. Var það þegar ég loksins fann diskinn "Etage 3 - hotel costes" mixaðann af Stephane Pompougnac. Forsagan er sú að við Hulda vorum að vinna sem þernur á Hótel Borg, sumarið eftir 3. bekk. Eitt sinn þegar við vorum saman á 3ju hæðinni og vorum að þrífa herbergi hjá high-fly buisness kalli rákumst við á þennan disk, og ákváðum að setja hann í til að létta lundina (enda voru mörg herbergi búin og hræðilega mörg eftir). Þegar við ýttum á play og fyrstu tónarnir fóru að flæða horfðum við á hvort annað og bara brostum. Þetta var geggjað. Eftir vinnu fórum við strax í Skífuna og Japis og leituðum að gripnum. Starfsfólkið klóraði sér bara í hausnum og gat ekki hjálpað okkur. Þá fór ég á netið að leita, en það hafði ég aldrei áður gert.. hvorki fyrr né síðar. Ekkert fannst og var ég frekar svekkt. Það var svo ekki fyrr en í vorhléinu í fjórða bekk, þegar ég fór til Lundúna með móður minni, að ég fann hann Stephane. Við römbuðum inn í litla alltmulig-búð á Portobello Road og þar var hann. Neðst í ljósbrúnni bastkörfu, vel falið undir sjálfshjálparbókum fyrir villuráfandi konur, lá fallegt pappahulstur. Stephane Pompougnac! Ég leit ekki einu sinni á verðið, heldur stormaði með diskinn að afgreiðslupúðanum (þetta var voða flippköltuð búð sko). Ég hef reyndar aldrei látið jafn mikið fé af hendi fyrir tónlist eins og fyrir þennan blessaða disk, en sé ekkert eftir því.
Ó jú, jú.. við geisladiskarnir mínir höfum gengið í gegnum margt. Hef sjaldan verið jafn örvingluð og þegar ég gleymdi 64-diska ferðahulstrið mitt í bílaleigubílnum úti á Mallorca fyrir tveimur árum. Var næstum farin að gráta þegar það fattaðist. Sem betur fer var næsti bílaleigjandinn heiðarlegur og ég fékk allt safnið (mínus Travis diskinn) í hendurnar mánuði síðar. Hjúkk.
Í hitteðfyrradag tók ég svo skrefið inn í nútímann. Davíþ lét mig fá fullt af tónlist í fartölvuna. Já, tímarnir breytast víst...

Engin ummæli: