þriðjudagur, júlí 20, 2004

Mögnuð helgi...
Útilega, brúðkaup, ættarmót, tvöfalt tvítugsafmæli, djamm í bænum, málningarvinna.. allt þetta á þremur dögum? Ó já!
Nú þegar sumarið er rúmlega hálfnað fer að verða mikilvægara að nýta helgarfríin sem best. Ég held svei mér þá að ég hafi sett einhverskonar heimsmet síðustu helgi.
Strax eftir vinnu á föstudeginum setti ég á mig derhúfu og kippti með mér trefli. Stefnan var tekin á Mosfellsbæ þar sem ég hitti fyrir útilegufólkið Hönnu, Bigga og Bjarna. Þau ætluðu að keyra á Laugarvatn og vera þar heila helgi, en ég ætlaði að fara heim aftur sama kvöld. Þegar við komum á Laugarvatn hittum við fyrir Gæslumann.is sem bannaði okkur að fara inn á fjölskyldusvæðið, því það væri ætlað fjölskyldufólki en ekki djammandi unglingum. Við reyndum að sannfæra hann um að við værum mesta sómafólk og hefðum ekkert illt í hyggju, en ekkert gekk. Í staðinn benti hann okkur á tjaldsvæðið í Þrastalundi þar sem, að hans sögn, væri skipt svæði - eitt fyrir fjölskyldufólk og eitt fyrir unglinga. Þegar við komum að Þrastalundi var okkur hinsvegar sagt að háskólakórinn hefði pantað "unglingasvæðið" og því væri ekki pláss fyrir okkur. Eftir stuttan göngutúr um svæðið var ákveðið að kíkja á Úlfljótsvatn. Þar hittum við fyrir skátahóp frá Ísafirði í blússandi stuði (en engan Frikka??) Við plöntuðum okkur á besta stað og hófum tjaldauppsetningu.. Tjölduðum tveimur þriðjuhlutum af tjöldunum sem voru með í för (hehehe, útilegufólkið var sko við öllu búið, þrjú tjöld, hundruð teppi, þrjátíu koddar, yfirdrifið magn af öllu!) og fórum í boccia. Nú voru báðir vísarnir farnir að læðast fram hjá tólfunni, þannig að ég fór að huga að heimför.. en þá dró Hanna Rut fartölvu og dvd myndir fram úr fórum sínum!!! Hvurslags manneskja væri ég ef ég léti tækifæri sem þetta mér úr greipum ganga!?? Ég hef aldrei aldrei áður legið í kuðli inní tjaldi, uppí sveit, horfandi á dvd í fartölvu.. Takk Hanna!!
Eftir að hafa villst pínu um uppsveitir Árnessýslu um miðja nótt, rataði ég loks á Selfoss og þaðan heim, þar sem ég henti mér upp í rúm til þess að ná fimm tíma svefni fyrir brúðkaupið.
 
...Úff, ætlunin var að skrifa um alla atburði helgarinnar, en ég ætla að láta nægja að óska Bjarney og Sollu hjartanlega til hamingju með tugina fjóra sem þær deila á milli sín - til hamingju, stelpur! 
...Einnig vil ég nýta tækifærið og óska öllum þeim sem komust inn í læknisfræðina og sjúkraþjálfunina innilega til hamingju!

Engin ummæli: