þriðjudagur, september 14, 2004

Ég er í svo skemmtilegum fyrirlestri á þriðjudögum. Hann nefnist Skýringar á hegðun og bækurnar tvær sem lesnar eru heita fyndnum nöfnum. Believing in magic - The Psychology of Superstition og svo heitir hin bókin Psychobabble and Biobunk.

Ég er að velta fyrir mér hvort ég eigi að ráðast í það að breyta útliti síðunnar eða ekki? Kostirnir eru augljósir.. en það sem dregur úr mér er að mér virðist sem nýju template-in geri ráð fyrir að maður hafi alltaf fyrirsögn á færslunum. Það er kannski ekki eins bindandi og ég er að ímynda mér? Hmm..
Svei mér þá, ef appelsínugulur og hvítur eru ekki orðnir dulítið þreyttir litir.

Engin ummæli: