mánudagur, október 18, 2004

Allamalla.. nú fer að reyna á móðureðlið í mér. Um helgina var mér nefnilega gefið brönugras, eða orkídeu. Munurinn á brönugrasinu og hinum tveimur plöntunum mínum (kaktus og aloe vera) er athyglisþörfin - maður þarf að vökva einu sinni í viku! Svo var mér sagt að það væri sniðugt að tala við hana líka.. en af ótta við að missa vitið hef ég ákveðið að hækka bara í sjónvarpinu endrum og eins, og vona að blómið haldi að það sé verið að tala við það.
# Þessi orð voru í boði óþekktra nágranna sem munu fá hærri internetreikning næstu mánaðamót.

Engin ummæli: