þriðjudagur, október 19, 2004

Þegar ég var lítil velti ég því fyrir mér afhverju Kínverjar væru svo vitlausir að nota prjóna, eða tjopp-stikks, sem verkfæri við matarborðið. Afhverju að nota óþjál tól sem hvorki er hægt að skera né stinga með? Mér skilst að matarprjónarnir séu frá dögum eldgamals keisara.. hirðsiður sem fólkið erfði. En afhverju að nota prjóna þegar evrópsku hnífapörin hafa svo marga augljósa kosti? Hvað var keisarinn að hugsa? Hvað ef fólkinu langar í súpu.. er ekki betra að nota skeið í stað þess að lepja súpuna beint úr skálinni? Hví sætta Kínverjar sig við að þurfa að sitja bognir í baki, haldandi postulínsskálinni nálægt munninum með tvö prik í hinni hendinni, skóflandi upp í sig núðlum og mini-maís?
Æ, nei nei. Ég er ekki svona hrokafull og glötuð, ég var bara að gera heiðarlega tilraun til að borða með prjónum áðan og er enn svekkt yfir því að ég sökka í þeirri list.
Ég man samt enn eftir fyndnum ramma í Mikka Mús sögu sem ég las "í denn". Þá voru Mikki og Guffi að einkaspæjarast eitthvað í Kína, og í von um að finna fleiri vísbendingar gengu þeir inn á amerískan diner sem amerískur félagi þeirra átti og rak í Kína. Þessi umtalaði rammi sýnir svo Mikka og Guffa sitjandi við afgreiðsluborðið, og í bakgrunninum má sjá þónokkra Kínverja reyna að beita hefðbundnum hnífapörum eins og tjopp-stikks - allir með tölu afar undrandi í framan. Mjög fyndið.

Engin ummæli: