miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Síðustu fimm helgar hef ég verið fangi á eigin heimili. Laugardagspróf hafa verið örlög mín. Ég hef þurft að afboða komu mína í fleiri vísindaferðir og partý en ég kæri mig um að muna. Eina helgin í október sem ekki var prófahelgi, var vinnuhelgi. Síðast þegar ég skemmti mér um helgi var þegar Þórunn hélt kveðjuteítið sitt! Hólí mólí! Það var 25. september!
Því hugsaði ég mér gott til glóðarinnar í dag, þegar það rann upp fyrir mér að næsta föstudag verður ekkert því til fyrirstöðu að ég sletti úr klaufunum. Ég skoðaði póstinn minn og komst að því að í stað vísindaferðar verður sálfræðinemum boðið upp á konukvöld föstudagskvöldið næsta. Strákunum er boðið á karlakvöld á öðrum stað. Síðan er planið að hittast á Pravda að kynjakvöldum loknum. "Hmm.." hugsaði ég. "Konukvöld? Hvað ætli sé gert á svoleiðis?" Það stóð ekki á svari:

"...Í boði verður La senza undirfatasýning, kynning á hjálpartækjum ástarlífsins, snyrtivörukynning, happdrætti með fullt af flottum vinningum. Það verður boðið upp á væmna drykki, góðgæti sem allar konur elska (súkkulaði ! ) og bjór seldur á hlægilegu verði ... Þemað er bleikt og rautt og mælst er með því að þið hafið það í huga að hafa þá liti í fatnaði eða fylgihlutum :) ... Þetta verður rosa flott kvöld sem engin alvöru kvenmaður má láta framhjá sér fara !!!"
Undirfatasýning, snyrtivöru- og hjálpartækjakynning?! Hvaaað? Vörukynningar og nærfatashow - þvílík vonbrigði, þetta er ekki það sem mig langar mest að gera á föstudagskvöldum. Ég ætla að vera antikvenmaður og beíla.
Ég auglýsi hérmeð eftir klaufúrslettingarfélugum. Hvað ætlið þið hin, sem ekki eruð kvenmenn í sálfræðideild Háskólans, að gera af ykkur föstudagskvöldið næsta?

Engin ummæli: