mánudagur, desember 06, 2004

Bandaríska sálfræðingafélagið gefur reglulega út geðsjúkdómaskrána DSM (The Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders) sem er notuð um allan heim, sálfræðingum og tryggingarfélögum til glöggvunar. Allt sem nefnt er í þessari skrá er "a certifiable mental disorder", svo það er ekki skrýtið að mikil umræða hefur skapast um nýlega viðbót ritsins - fyrirtíðaspennu!
Í staðinn fyrir að kalla herlegheitin "premenstrual syndrome" (PMS) er búið að dressa þau í fínni búning: Premenstrual Dysphoric Disorder eða PMDD. Til að verjast mótmæla reiðra sálfræðinga (mestmegnis kvenna) segja stuðningsmenn að PMDD sé einungis ætlað að lýsa það litla hlutfall kvenna sem sýna veruleg líkamleg og tilfinningaleg einkenni í tengslum við blæðingar. En afhverju eiga þá vandamál tengd blæðingum að vera í handbók geðsjúkdóma?! Það eru margir aðrir líkamlegir sjúkdómar sem hafa í för með sér tilfinninga- og lundarfarssveiflur, eins og til dæmis ýmis skjaldkirtilsvandamál, en ekki eru þau greind sem geðsjúkdómar! Ekki er heldur neitt sem nefnist til dæmis "krónískt bakverksþunglyndi".
Í DSM skránni eru nefnd níu atriði til greiningar á PMDD, og þarf kona að þjást af að minnsta kosti fimm af þeim til að vera greind með "sjúkdóminn". Greiningaratriðin eru: skapsveiflur; reiði eða pirringur; kvíði eða spenna; þunglyndi eða neikvæðar hugsanir; minnkandi áhugi á dagligdags störfum; þreyta; breyting á matarlyst; svefnleysi eða aukin svefnþörf; líkamleg einkenni, eins og eymsli í brjóstum, höfuðverkur, eymsli í vöðvum, "bloating" og þyngdaraukning (ekki sé ég að þessi líkamlegu einkenni séu neitt annað en eðlilegir fylgifiskar blæðinga?!). Hvað greinir PMDD frá PMS? Ekkert! Núll og nix. Ekkert af þessum greiningaratriðum koma í veg fyrir að sálfræðingar eða geðlæknar ofgreini kvillan og ekki er settur sá skilmáli að mæla skuli hormónalevel til að greina að þunglyndissjúklinga og þá sem þjást af PMDD. Ekki er heldur tekið tillit til niðurstöður rannsókna á þessu sviði sem sýna að þegar karlmenn eru látnir skrá niður skapsveiflur og líkamlega vanlíðan (hausverkir, svefnleysi, þreyta og pirringur), þá er enginn sjáanlegur munur á þeim og konum. Ef eitthvað er, þá eru karlmenn að meðaltali pirraðari en konur. Afhverju eru þá skapsveiflur kvenna geðröskun, en skapsveiflur karla bara venjulegir "öpps & dáns"?
Ekki er heldur litið á þá staðreynd, að þrátt fyrir 50 ára rannsóknir á neikvæðum áhrifum blæðinga hefur ekkert fundist. Tíðahringurinn hefur engin áhrif á andlega getu, afköst á vinnustað eða gengi á prófum. Aftur á móti má auðveldlega tengja hátt hlutfall testósteróns við aukna ofbeldishneigð, vímuefnanotkun og hvatvísa hegðun. Samt hefur sálfræðingum ekki fundist nauðsynlegt að búa til einhverskonar "hypertestosterone aggression disorder".
Einnig má benda á þá staðreynd að hvað svo sem PMS eða PMDD eru, þá er engin meðferð gegn því. Mest er skrifað upp á prógesterón til meðferðar, en það virkar engu betur en hver önnur lyfleysa. Málið er bara að læknar og lyfjafyrirtæki græða pening á þessum svonefndu "lækningum".

Því miður samþykkjum við konur allt PMS-talið, því okkur finnst eins og það réttlæti (venjulegu) fylgifiska tíðahringsins og, verum heiðarleg, því það gefur okkur afsökun fyrir almennilegri útrás einu sinni í mánuði. En við greiðum fyrir þessa samþykkt dýrum dómi. Iðulega greina konur frá því að lögmætar kvartanir þeirra, annaðhvort í vinnunni eða heimafyrir, eru afgreiddar sem spaugilegar birtingarmyndir fyrirtíðaspennu.
Svo vitnað sé í kynsystur mína: "I like being able to use PMS as an excuse for losing my temper, but I hate it when I´m mad at my boyfriend and he won´t listen to me, saying, "Oh, you must have PMS.""

Nákvæmlega.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

[url=http://www.playatonlinecasinos.com/]free casino[/url] [url=http://www.casinovisa.com/blackjack/]online blacljack[/url] , [url=http://www.concordiaresearch.com/games/craps/index.html]online casino[/url] , [url=http://www.realcazinoz.com/slov]blackjack[/url] , [url=http://www.avi.vg/category.php?a=sex4sexx&cid=44]erotic body lotions[/url]