laugardagur, desember 18, 2004

Ég er að drekka te úr gömlum bolla, sem er ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að á honum er mynd af kvenfroski með hálflokuð augu og sælusvip mikinn. Fyrir neðan froskinn stendur stórum stöfum Certified Sex Instructor.... og þegar maður lyftir bollanum og fær sér sopa kemur í ljós framhald á botni bollans: First Lesson Free!
Mig minnir að ég hafi fengið þennan bolla í 12 ára afmælisgjöf.

Engin ummæli: