laugardagur, desember 18, 2004

Þar fór það..
Er ég lít á hendur mínar geri ég mér grein fyrir því að illa hirtar, rifnar og rákóttar neglur eru ekki sérlega falleg sjón á fólki sem útskrifað er úr grunnskóla. Þegar þetta sama fólk er í þokkabót kvenkyns og komið í háskóla, þá þarf eitthvað róttækt að gerast.
En ég bara geeeet ekki hætt að rífa neglurnar mínar!
Veit fátt betra, þegar ég er að lesa bækur (námsbækur sem aðrar), en að naga pinkulítið hak í hlið naglar og rífa svo, stille og roligt, hvíta hlutann af. Þannig held ég vöxtinn í skefjum og kem í veg fyrir að skítur safnist undir eða að neglurnar brotni. En.. það er ekkert kvenlegt við hendurnar mínar! Ég er í ofanálag með rauðar rispur á vinstri handarbaki eftir gamnisslag við hund ömmu minnar. Rauðar rispur verða nú seint kallaðar dömulegar.
Bött vott tú dú? Ætti ég kannski að kaupa mér naglaskæri? Væri það ágætis byrjun? Fjárfesta í glæru naglalakki og taka meðvitaða ákvörðun um að hætta þessum subbuskap? Jújú.. köllum það verðugt áramótaheiti - snyrtilegar neglur 2005!
Ó vá. Er ekki sagt að það að viðurkenna sjúkdóm sinn er erfiðasta skrefið í átt að bata?

Engin ummæli: