miðvikudagur, desember 15, 2004

Ég fór í lundaleiðangur fyrir stuttu og komst að því að lundarnir sem seldir eru í minjagripabúðum borgarinnar eru sorglegar skepnur. Þeir kosta tæplega tíu þúsund krónur og eru flestir með ljót augu og málaðan gogg! Lundinn minn á sko ekki að vera með penslaför á gogginum sínum. Sumir lundarnir voru meira að segja með skærappelsínugula, illa ásetta, málningu á sundfitunum líka. Hneisa!

Engin ummæli: