föstudagur, desember 03, 2004

Kaffi? - engin fíkn
Sígarettur? - engin fíkn
Áfengi? - engin fíkn
Kynlíf? - engin fíkn
Dóp? - engin fíkn
Internet? - úff púff..
Vegna troðnings á Hlöðunni hef ég í staðinn lært heima hjá mér undanfarna daga. Þar sem nágranni minn er búinn að læsa þráðlausa netinu sínu (urrr) neyddist ég til að vera úr sambandi við umheiminn í heila þrjá daga. Bölvanlegt ástand. Fann fyrir svo miklum fráhvarfseinkennum í gær að ég boðaði komu mína í Brekkuselið gagngert til að fara á netið. Þegar ég skoðaði póstinn minn fann ég yndislegan sælustraum hríslast niður bakið. Ekki láta mig ganga í gegnum þetta aftur!
Núna sit ég á fjórðu hæð Þjóðarbókhlöðunnar, connected to: HInet, signal strength: Excellent!

Engin ummæli: