miðvikudagur, janúar 26, 2005

Þegar ég var tíu ára fékk ég þá flugu í höfuðið að þegar ég færi að búa ein yrði ég að hafa mynd af Jim Morrison uppi á vegg. Svo fannst mér líka ýkt flott að hafa hvítlauksfléttu í eldhúsið, svona eins og maður sá á flestum ítölskum veitingastöðum.

Í gær bauð ég svo nokkrum pundum í þetta veggspjald á eBay.. og viti menn, ég vann! Nú vantar mig bara hvítlauksfléttu og þá er ég í góðum málum. Posted by Hello

Engin ummæli: