fimmtudagur, janúar 27, 2005

Ég elska
...að sjá gamalt fólk sem enn er ástfangið upp fyrir haus.
...þegar eplið sem ég tók með mér í nesti reynist vera alveg eins og mér finnst best.
...þegar Levi´s buxurnar sem voru allt of þröngar þegar ég keypti þær eru farnar að pokast pínu á rassinum.
...þegar fólk sleppir því að benda mér á að gallabuxnaefni eigi það til að teygjast.
...þegar ég fæ að vera með í umræðu gömlu kallanna í heita pottinum, og hef eitthvað sniðugt eða gáfulegt til málanna að leggja.
...þegar ég er að lesa góðar bækur og þarf að halda niðri í mér andanum úr innlifun.
...að geta látið uppvaskið standa í þrjá daga ef mig langar til þess.
...að fara í lopasokka þegar mér er kalt á tánum.
...þegar ég fæ gæsahúð við að hlusta á góða tónlist.
...augnablikið þegar ágætlega hívaður kennari á júbilantaballinu gerði sér far um að segja mér hversu gaman hann hafði af því að kenna mér í 4. bekk.
...þegar ég geri hluti þó svo að það hræði mig pínu.
...plottin í Agöthu Christie bókunum.
...þegar bróðir minn faðmar mig uppúr þurru.
...appelsínur.
...hvað ég hef verið klár að velja mér vini.
...þegar mér tekst að koma sjálfri mér á óvart.
...þegar ég fæ ekki hellu í hægra eyrað eftir sundferð.

Engin ummæli: