mánudagur, janúar 17, 2005

Það er svo skrýtið að fá fréttir af fólki sem maður hefur ekki hitt lengi.
Þegar ég flutti frá Danmörku á ellefta aldursári mínu var það ákveðið og innsiglt með blóðblöndun að við vinkonurnar skyldum halda traustu bréfasambandi.. helst í hverri viku. Síðan þá hefur mikið vatn runnið undir Store Knippelsbro og gömul fyrirheit gleymd og grafin, ástandið var orðið það slæmt að ég hafði ekki fengið neinar fréttir frá Danmörku í ár og eilífð.
Svo barst mér tvö falleg bréf um jólin, og mikið var það frábært.
Í öðru bréfinu var ferill bekkjarfélaga minna síðustu árin gróflega rakinn, og ég fékk hnút í magann við lesturinn. Fólk breytist!
Annette var lágvaxin, sæt stelpa.. mikill dýravinur og fanatiskur áhugamaður um hesta og hvali. Nú á hún að baki þrjár sjálfsvígstilraunir og liggur á geðdeild!
Patrick V, ljóshærður og fallegur patti, fótboltagaur og fyrrum kærasti minn (ó, hvað ég var skotin.. man enn þegar ég fékk litla miðann með "Skal vi komme sammen? - Sæt X" og "Ja", "Nej" og "Maaske" krotuðu á.). Hann komst í ungmennalandsliðið þegar hann varð 18 ára og var víst að gera mjög góða hluti. Svo klikkaði eitthvað, og nú er hann einn helsti dópsali Kaupmannahafnar!!
Já.. það er margt í mörgu.

Engin ummæli: