miðvikudagur, janúar 19, 2005

Ég fer tiltölulega snemma í rúmið. Les í tæpan klukkutíma, finn fyrir syfju, slekk ljósið. Geeeeeeet ekki sofnað! Það er of kalt í herberginu. Það er of heitt í herberginu. Ég hugsa of mikið. Fer frammúr, hita mér te og kveiki á tölvunni. Best að svara nokkrum e-mailum fyrst ég er vakandi. Hitti Þórunni útlending á msn og glaðvakna.
Nú er klukkan hálf fjögur og ég veeeerð að fara að sofa.. en ég er meira vakandi núna en ég var þegar ég fór frammúr. Bölvaða svefnþörf. Það væri frábært að þurfa ekki að sofa.

Engin ummæli: